Handbolti

Snorri Steinn fór á kostum í sigurleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn nýtti öll vítaköstin sín í kvöld.
Snorri Steinn nýtti öll vítaköstin sín í kvöld. vísir/getty
Snorri Steinn Guðjónsson fer frábærlega af stað í frönsku 1. deildinni í handbolta, en hann skoraði tíu mörk í 35-30 sigri Sélestat gegn Istres í annarri umferð deildarinnar í kvöld.

Snorri skoraði sex mörk í fyrstu umferðinni þegar liðið tapaði með tíu marka mun fyrir Créteil, en hann virðist finna sig vel í franska boltanum.

Hann skoraði úr sjö af ellefu skotum utan af velli og nýtti öll þrjú vítaköstin sín.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar hans í Nimes fylgdu ekki eftir góðum sigri í fyrstu umferðinni, en þeir töpuðu gegn Frakklandsmeisturum Dunkerque, 27-25, á útivelli í kvöld.

Ásgeir Örn, sem skoraði einnig sex mörk í fyrstu umferðinni, setti aðeins tvö í kvöld úr sex skotum.

Bæði Sélestat og Nimes eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×