Liverpool vann nauman 2-1 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Liverpool var betra liðið í leiknum og fékk nokkur ágæt færi fram af leik, en inn vildi boltinn ekki í í mark Ludogorets sem er að spila í fyrsta skipti í Meistaradeildinni.
Gestirnir gerðust ágengari í seinni hálfleik og fengu sjálfir nokkur góð færi, það besta þegar sóknarmaður Búlgaranna skaut í stöngina, einn á móti markverði. Þar slapp Liverpool með skrekkinn.
Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli í endurkomu Liverpool í Meistaradeildina komust heimamenn 1-0 yfir með marki Mario Balotelli á 82. mínútu.
Balotelli fékk boltann inn á teiginn og kom honum í netið eftir að hafa betur í baráttunni við varnarmann gestanna.
Dramatíkinni var þó langt frá því lokið því Ludogorets jafnaði metin á 90. mínútu, en það gerði DaniAbalo.
Í næstu sókn Liverpool reyndi varnarmaður gestanna slæma sendingu aftur á markvörð sinn sem varð til þess að hann missti boltann frá sér. Fabio Borini vann boltann og markvörðurinn braut á honum; vítaspyrna.
Úr henni skoraði StevenGerrard af öryggi á þriðju mínútu í uppbótartíma og sigur Liverpool í höfn.
Dramatískur sigur Liverpool í endurkomunni í Meistaradeildina
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
