Ford Focus RS með 350 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 10:13 Ford Focus ST. Autoblog Mikið hestaflakapphlaup er nú hlaupið í flokk smærri kraftabíla. Nýjasta gerð Volkswagen Golf R er nú 300 hestöfl og Subaru WRX STI er 305 hestöfl. Ford ætlar að skáka þessum tveimur keppnautum með gríðaröflugum Ford Focus ST sem vopnaður verður 350 hestöflum í næstu gerð hans. Þetta gríðarafl kemur úr 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vélinni sem einnig má finna í Ford Mustang. Svona mikið afl er yfirdrifið fyrir framhjóladrif og því verður Focus ST bíllinn fjórhjóladrifinn. Ford Focus ST verður kynntur næsta vor og verður á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta sína, þrátt fyrir að vera þónokkuð öflugri. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Mikið hestaflakapphlaup er nú hlaupið í flokk smærri kraftabíla. Nýjasta gerð Volkswagen Golf R er nú 300 hestöfl og Subaru WRX STI er 305 hestöfl. Ford ætlar að skáka þessum tveimur keppnautum með gríðaröflugum Ford Focus ST sem vopnaður verður 350 hestöflum í næstu gerð hans. Þetta gríðarafl kemur úr 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vélinni sem einnig má finna í Ford Mustang. Svona mikið afl er yfirdrifið fyrir framhjóladrif og því verður Focus ST bíllinn fjórhjóladrifinn. Ford Focus ST verður kynntur næsta vor og verður á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta sína, þrátt fyrir að vera þónokkuð öflugri.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent