Nordsjælland sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar lagði Silkeborg 2-1 á útivelli í sjöundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Silkeborg fékk óskabyrjun þegar liðið skoraði strax á fjórðu mínútu og var botnlið deildarinnar 1-0 yfir í hálfleik.
Nordsjælland hafði leikið tvo leiki í röð án sigurs eftir tveggja leikja sigurgöngu og var liðið staðráðið í að komast á sigurbraut á ný.
Jöfnunarmarkið kom á þriðju mínútu seinni hálfleiks og sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.
Nordsjælland lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig í 7 leikjum en Silkeborg situr sem fyrr á botni deildarinnar.
Rúnar Alex Rúnarsson sat allan leikinn í varamannabekk Nordsjælland.
Nordsjælland á sigurbraut á ný
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

