Fótbolti

Luis Enrique: Messi gæti verið bestur í vörn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Messi í leiknum í gær
Messi í leiknum í gær vísir/getty
Luis Enrique þjálfari stórliðsins Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta sparar ekki stóru orðin þegar hann ræðir um stærstu stjörnu liðsins, Argentínumanninn Lionel Messi.

Messi lagði upp bæði mörk Barcelona fyrir Neymar í sigrinum á Athletic Club frá Bilbao í spænsku deildinni í gær.

„Messi er ekki bara bestur útaf mörkunum sínum heldur líka stoðsendingunum,“ sagði Enrique. „Ef hann vildi vera besti varnarmaðurinn þá gæti hann líka verið það.

„Við erum orðnir vanir honum en þetta er á mörkum þess raunverulega. Það eru forréttindi að vera með besta leikmann heims í sínu liði,“ sagði Enrique sem sagði Messi geta gert hluti sem aðeins er hægt að gera í tölvuleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×