Handbolti

Drengir Arons á toppnum í Danmörku

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/valli
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding eru á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Skanderborg í kvöld.

Eftir smá bras í fyrri hálfleik þá tóku leikmenn Kolding yfir leikinn í síðari hálfleik og kláruðu hann með stæl. Lokatölur 23-29.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir sitt nýja lið, Midtjylland, er það vann sex marka heimasigur á Ribe, 26-20.

Róbert Aron Hostert og Guðmundur Árni Ólafsson skoruðu svo tvö mörk fyrir Mors Thy sem tapaði naumlega, 22-23, fyrir Álaborg.

Daníel Freyr Andrésson kom ekkert við sögu þegar lið hans, SönderjyskE, vann eins marks sigur á Århus.

Kolding er með fimm stig á toppnum eftir þrjár umferðir. Sönderjyske og Midtjylland eru með fjögur og Mors Thy þrjú.

Úrslit dagsins:

Århus-Sönderjyske  24-25

Bjerringbro/Silkeborg-Lemvig  29-22

Midtjylland-Ribe  26-20

Skanderborg-Kolding  23-29

GOG-Odder  40-25

Mors Thy-Aalborg  22-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×