Bíó og sjónvarp

Nýtt plakat fyrir Hunger Games gefið út

Þórður Ingi Jónsson skrifar
The Hunger Games er eins og kvikmyndin Battle Royale, nema með hvítum krökkum.
The Hunger Games er eins og kvikmyndin Battle Royale, nema með hvítum krökkum.
Lokaplakatið fyrir kvikmyndina Hunger Games: Mockingjay – Part 1 hefur nú verið gefið út. Þar má sjá persónuna Katniss í öllu sínu veldi en hún er leikin af Jennifer Lawrence.

Plakatið var gefið út aðeins fimm dögum eftir að ný stikla fyrir myndina kom út. Lionsgate kvikmyndafyrirtækið hefur haldið úti mikilli auglýsingaherferð fyrir myndina með fjölmörgum mismunandi plakötum.

Fyrsta Hunger Games kvikmyndin kom út árið 2012 og vakti gríðarlegar vinsældir. Tíu árum áður kom út japanska myndin Battle Royale og hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir en sögurnar eru keimlíkar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×