Uffe Bech hefur verið allt í öllu í sóknarleik FC Nordsjælland það sem af er tímabilsins og þessi 21 árs strákur hefur hreinlega sprungið út eftir að Íslendingurinn Ólafur Kristjánsson tók við liðinu.
Uffe Bech vakti strax mikla athygli þegar hann var yngri og fékk hann fljótlega viðurnefnið hinn danski Messi. Bech hóf ferilinn í Hellerup Idrætsklub en kom þrettán ára til Lyngby. Hann hefur síðan spilað fyrir öll yngri landslið Dana.
Bech kom til FC Nordsjælland í janúar 2013 og var með samtals 4 mörk á fyrstu tveimur tímabilum sínum en hann hefur slegið í gegn eftir að Ólafur tók við í sumar.
Uffe Bech hefur skorað 6 mörk í fyrstu 8 leikjunum hjá Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en þau hafa öll komið í fjórum eins marks sigrinum Nordsjælland-liðsins. Tvö af þeim hafa verið hrein sigurmörk.
Bech skoraði fyrra mark Nordsjælland í 2-1 sigri um helgina með skoti af löngu færi en hann skoraði sigurmark liðsins í leiknum á undan. Bech hafði áður skorað tvennu í tveimur fyrstu tveimur sigrum Nordsjælland.
Uffe Bech verður væntanlega í sviðsljósinu með danska 21 árs landsliðinu í umspilsleikjunum á móti Íslandi þar sem liðin berjast um sæti í úrslitakeppni EM.
Hinn danski Messi að springa út hjá Óla Kristjáns

Tengdar fréttir

Ólafur: Midtjylland með sterkasta liðið
Ólafur Kristjánsson býst við erfiðum leik gegn Midtjylland á morgun.

Ólafur hafði betur gegn toppliðinu
Góður sigur Nordsjælland á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Ólafur og félagar úr leik | Rúnar Alex þreytti frumraun sína
Rúnar Alex Rúnarsson stóð í fyrsta sinn í marki aðalliðs Nordsjælland í kvöld þegar lærisveinar Ólafs Kristjánssonar sóttu D-deildar lið SC Egedal heim.

Ólafur: Verðum að læra af þessu
Nordsjælland var slegið úr danska bikarnum af neðrideildarliði.