Handbolti

Arnór Þór markahæstur í sigri Bergischer

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arnór var frábær í dag
Arnór var frábær í dag vísir/vilhelm
Íslenskir handboltamenn voru að vanda í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni og 1. deildinni í handbolta í dag. Arnór Þór Gunnarsson stal senunni og skoraði átta mörk í sigri Bergischer á Minden.

Arnór var markahæstur í liði Bergischer en Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert skot samkvæmt heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Bergischer er með sjö stig í efri hluta deildarinnar.

Erlangen lagði Gummersbach 25-24 í úrvalsdeildinni. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Erlangen og Gunnar Steinn Jónsson eitt fyrir Gummersbach.

EHV Aue sem Rúnar Sigtryggson þjálfar lagði TV Emsdetten 27-22. Sveinbjörn Pétursson varði ekki skot í leiknum fyrir Aue en Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Emsdetten og Anton Rúnarsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×