Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 19 mínúturnar þegar Norrköping og Kalmar skildu jöfn, 0-0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Arnór, sem er alinn upp hjá Keflavík, hefur skorað þrjú mörk og átt fimm stoðsendingar í deildinni á tímabilinu. Norrköping er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar þegar 25 umferðum er lokið.
Rúnar Páll Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson léku allan leikinn þegar Sundsvall gerði markalaust jafntefli við Ljungskile á útivelli í sænsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.
Þeir félagar hafa verið fastamenn í liði Sundsvall á tímabilinu, en liðið situr í 3. sæti B-deildarinnar með 47 stig.
Tvö efstu liðin í deildinni fara beint upp í úrvalsdeildina, en liðið í þriðja sæti leikur umspilsleiki við liðið sem endar í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.
