Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, spilaði þriðja hringinn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á pari í dag.
Hann lék einnig á pari í gær og tveimur höggum undir á fyrsta degi og er því í heildina á tveimur undir pari eftir þrjá hringi. Hann er einn í fjórtánda sæti þegar örfáir kylfingar eiga eftir að klára í dag.
Ólafur Björn er áfram í góðri stöðu, en ríflega tuttugu kylfingar komast áfram af hans velli á 2. stig úrtökumótsins.
Hann var ekki nógu stöðugur í dag og gerði ekki nógu vel úr þeim sex fuglum sem hann fékk á hringnum í Frakklandi. Ólafur Björn fékk fjóra skolla til móts við alla fuglana og einn tvöfaldan skolla á 16. holu og spilaði því á parinu.
Daninn Martin Overser heldur þriggja högga forystu, en hann er á tólf höggum undir pari.
Ólafur Björn spilaði aftur á pari
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
