Gaupi: FH með betra lið en Haukar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 16:00 Það er jafnan tekist almennilega á í leikjum Hauka og FH. vísir/stefán „Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira