Barcelona átti ekki eitt einasta skot á markið þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Malaga á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Luis Enrique stillti nánast upp sínu besta liði í kvöld, en Lionel Messi, Neymar og Pedro skipuðu framlínu katalónska liðsins. Það dugði þó ekki til.
Barcelona var miklu meira með boltann en sköpuðu sér fá færi gegn vel skipulögðu liði Malaga sem varðist vel og verðskuldaði stigið.
Þrátt fyrir jafnteflið er Barcelona enn á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm umferðir, en Katalóníuliðið hefur ekki enn fengið á sig mark á tímabilinu. Malaga er í 10. sæti með sex stig.
Barcelona tapaði sínum fyrstu stigum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
