Handbolti

Snorri Steinn markahæstur hjá Sélestat

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn hefur byrjað tímabilið vel með Sélestat.
Snorri Steinn hefur byrjað tímabilið vel með Sélestat. Vísir/Getty
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Sélestat sem tapaði með tíu marka mun, 34-24, fyrir Montpellier á útivelli.

Snorri Steinn skoraði átta mörk úr 14 skotum, en Sélestat getur þakkað markverði sínum, Richard Kappelin, fyrir að ekki fór verr, en hann varði alls 25 skot í leiknum.

Arnór Atlason skoraði þrjú mörk þegar Saint Raphael vann AIX í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur voru 29-35, Arnóri og félögum í vil. Geoffroy Krantz var markahæstur í liði Saint-Raphael með sex mörk.

Þá vann Paris SG yfirburðasigur á Cesson-Rennes með 35 mörkum gegn 19. Danska stórskyttan Mikkel Hansen var markahæstur í liði Paris með átta mörk, en hann misnotaði ekki eitt einasta skot í leiknum. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×