Jordan Spieth lítið að stressa sig yfir sínum fyrsta Ryder-bikar 24. september 2014 17:45 Jordan Spieth í Masters mótinu fyrr á árinu. AP/Getty Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“ Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira