Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur úr Nesklúbbnum, spilaði annan hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á parinu í dag, en Ólafur kaus að spila í Frakklandi.
Hann spilaði á tveimur höggum undir í gær og er því í heildina á tveimur undir pari eftir tvo hringi en spilaðir verða fjórir hringir.
Ólafur hóf leik á 10. teig og fékk fugl á fyrstu holu. Hann fékk svo tvöfaldan skolla og annan til á áttundu og níundu holu, en tvo fugla á seinni níu holunum.
Þó nokkrir keppendur eiga eftir að ljúka leik í dag, en eins og staðan er núna er hann í tólfta sæti. Ríflega 20 kylfingar komast áfram af hans velli á 2. stig úrtökumótsins.
Staðan í mótinu.

