Lögreglan í Los Angeles: „Ekki setja iPhone 6 í örbylgjuofn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2014 12:03 Þetta gerist ef iPhone er settur í örbylgjuofn. Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira