Fær Ryder-lið Evrópu hárblásara frá Ferguson í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:45 Sir Alex Ferguson er á heimavelli í Skotlandi. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira