Tískukóngurinn Giorgio Armani upplýsti gesti tískuvikunnar í Mílanó um að stórleikarinn George Clooney ætlaði að ganga í það heilaga í jakkafötum frá merkinu. Þetta sagði Giorgio sjálfur eftir tískusýningu merkisins á fimmtudaginn.
„George er búinn að velja og er búinn að fara í mátun fyrir Armani-jakkaföt fyrir brúðkaupið sitt,“ sagði Giorgio og jakkafötin eru að sjálfsögðu sérsaumuð.
George er oftar en ekki í jakkafötum frá Armani á rauða dreglinum og er afar hrifinn af handbragði Giorgio.
George gengur að eiga sína heittelskuðu, lögfræðinginn Amal Alamuddin, í Feneyjum á Ítaliu þann 27. september næstkomandi.
Kvænist í jakkafötum frá Giorgio Armani

Tengdar fréttir

"Mér fannst vera tími til kominn!“
Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig.

George Clooney í það heilaga í september
Brúðkaup á Ítalíu.

Gifta sig í Feneyjum
Styttist í stóra daginn hjá George Clooney og Amal Alamuddin.

Amal er ekki ólétt
Sögusagnir um barneignir George Clooney og unnustu hans ekki sannar.

Sæt á stefnumóti
Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu.

Brjálaður út í Daily Mail
Stórleikarinn George Clooney sakar fjölmiðilinn um lygar.

George Clooney kemur á óvart
Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu

Hafnar afsökunarbeiðni Daily Mail
George Clooney enn brjálaður út í miðilinn.

Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum
George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm.