Golf

McIlroy: Vitum allir hvað Bandaríkjamenn geta

Rory hefur átt frábært tímabil og er spenntur fyrir Rydernum.
Rory hefur átt frábært tímabil og er spenntur fyrir Rydernum. AP/Getty
Þrátt fyrir að Evrópuliðið sé talið mjög sigurstranglegt fyrir Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku telur Norður-Írinn Rory McIlroy að það sé ekkert vanmat á bandaríska liðinu í gangi hjá liðsfélögum sínum.

Evrópuliðið hefur sigrað í síðustu tveimur Ryder-bikurum og líklegt verður að teljast að það bæti þriðja sigrinum í röð á Gleneagles þar sem liðið verður vel stutt áfram af ástríðufullum skoskum golfáhugamönnum.

Bandaríkjamenn eru með fullt af frábærum kylfingum í sínum röðum og þótt að sumir þeirra hafi ekki verið að sýna sitt besta form að undanförnu þá vitum við allir hvað þeir geta,“ sagði McIlroy í samtali við bresku útvarpsstöðina TalkSport.

Við erum á heimavelli og það er ákveðin pressa sem fylgir því en ég er viss um að við náum að halda einbeitingunni og standa okkur vel.

Undanfarna daga hefur McIlroy verið á Englandi í alls konar upphitunum fyrir Ryderinn en í gær tók hann meðal annars borgarstjóra London, Boris Johnson, í golfkennslu við ánna Thames.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×