Lítt þekktur Frakki fær Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2014 12:54 Ekkert verk Patrick Modiano hefur verið þýtt á íslensku. vísir Franskur skáldsagnahöfundur, fæddur 1945, að nafni Patrick Modiano, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Þessi niðurstaða kemur verulega á óvart innan íslenska bókmenntaheimsins og er maðurinn lítt þekktur innan hans. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur er sérfróður um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en fréttastofa ræddi við Illuga skömmu eftir að sænska akademían kynnti Modiano sem sinn mann þetta árið.Kemur þetta á óvart? „Já, það er ekki hægt að segja annað en að þetta komi töluvert á óvart. Þetta er rétt tæplega sjötugur Frakki. Hann er reyndar af ítölskum-gyðingaættum í föðurætt en móðir hans var Belgi. En, hann var fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur skrifað helling af skáldsögum sem hafa verið afskaplega vinsælar í Frakklandi og víðar í Evrópu – hann er mikið lesinn í Þýskalandi. Undanfarið hefur hann verið neðarlega á listum yfir hugsanlega Nóbelsverðlaunahafa,“ segir Illugi. Reyndar var það svo að nafn hann skaust upp lista hjá breskum veðmálafyrirtækjum, var allt í einu kominn þar ofarlega á blað fyrir fáeinum dögum öllum til mikillar furðu, og Illugi segir vert, af þessu tilefni, að vanmeta ekki slík fyrirbæri. Illugi segir að menn hafi verið að horfa til höfunda í fjarlægum heimshlutum, að Nóbelsnefndin myndi nota tækifærið að kynna höfunda frá Mið-Austurlöndum, eða Afríku, eða þeirra sem skrifa hvers verk hafa pólitíska merkingu. „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti hann ekki, nema rétt nafnið, og hann hefur ekki verið þýddur á íslensku. Og hann hefur ekki mikið verið þýddur á ensku, sýnist mér, fyrst og fremst í Frakklandi, Þýskalandi og greinilega Svíþjóð, þar sem hann er lesinn.“ Modiano er fyrst og fremst að skrifa klassískar fágaðar skáldsögur. „Nóbelsnefndin talar um minninguna, tímann, þetta eru greinilega bækur þrungnar eftirsjá. Hann átti við mikið rótleysi að stríða í æsku þegar hann ólst upp á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í París og síðan á dálítið róstursömum árum eftir það. Hann er að líta til baka og fjalla um samfélagið á klassískan og fágaðan hátt. Honum er líkt við Proust, sýnist mér einhvers staðar og þykir svipa til Balsac að því leyti til að skáldsögurnar hans tengjast töluvert mikið. Ekki eins mikið og í skáldsagnaheimi Balsac, en þær tala hver við aðra. Þetta virðist í alla staði virðingarverður og fínn höfundur. En, samt, jú, það kemur á óvart að hann skyldi hafa fengið þessi verðlaun því hann er ekki í neinni sérstakri hringiðu.“Leiðinlegur, þá kannski? „Það, ég hef engar forsendur til að dæma um. Ég er ekkert viss um það. Mér lýst bara ágætlega á hann. En, eins og ég segi, þetta er greinilega maður sem haldið hefur sig við leistann sinn og skrifað sínar sögur um sinn sagnaheim, fullar af eftirsjá og fágun og svona klassík. En, ekki verið að horfa á hinn víða sjóndeildarhring,“ segir Illugi, sem lengi hefur talað fyrir því að Bob Dylan fái þessi eftirsóknarverðu verðlaun, en hann taldi það útilokað í ljósi þess að í fyrra hlaut Alice Monroe frá Kanada þessi verðlaun, og það yrði seint að annar úr sömu heimsálfu hlyti verðlaunin strax í kjölfar þess. „Nei, maður vissi strax að það kom ekki til greina. Þá var alveg útilokað að Nóbelsnefndin, sem hefur alltaf bak við eyrað hvernig verðlaunin skiptast milli heimshluta þá kom ekki til greina að maður rétt sunnan landamæra Kanada fengi þau. En, Dylan fær þau kannski þarnæst. Næst ætla ég að spá því að kona fái verðlaunin. Þeir eru orðnir meðvitaðir um að konur eiga auðvitað að fá verðlaunin til jafns við karla. Og fyrst þeir eru í Evrópu núna og Kanada þar áður fara þeir næst í konu úr fjarlægum heimshluta. Ég ætla að spá því hér með.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Franskur skáldsagnahöfundur, fæddur 1945, að nafni Patrick Modiano, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Þessi niðurstaða kemur verulega á óvart innan íslenska bókmenntaheimsins og er maðurinn lítt þekktur innan hans. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur er sérfróður um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en fréttastofa ræddi við Illuga skömmu eftir að sænska akademían kynnti Modiano sem sinn mann þetta árið.Kemur þetta á óvart? „Já, það er ekki hægt að segja annað en að þetta komi töluvert á óvart. Þetta er rétt tæplega sjötugur Frakki. Hann er reyndar af ítölskum-gyðingaættum í föðurætt en móðir hans var Belgi. En, hann var fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur skrifað helling af skáldsögum sem hafa verið afskaplega vinsælar í Frakklandi og víðar í Evrópu – hann er mikið lesinn í Þýskalandi. Undanfarið hefur hann verið neðarlega á listum yfir hugsanlega Nóbelsverðlaunahafa,“ segir Illugi. Reyndar var það svo að nafn hann skaust upp lista hjá breskum veðmálafyrirtækjum, var allt í einu kominn þar ofarlega á blað fyrir fáeinum dögum öllum til mikillar furðu, og Illugi segir vert, af þessu tilefni, að vanmeta ekki slík fyrirbæri. Illugi segir að menn hafi verið að horfa til höfunda í fjarlægum heimshlutum, að Nóbelsnefndin myndi nota tækifærið að kynna höfunda frá Mið-Austurlöndum, eða Afríku, eða þeirra sem skrifa hvers verk hafa pólitíska merkingu. „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti hann ekki, nema rétt nafnið, og hann hefur ekki verið þýddur á íslensku. Og hann hefur ekki mikið verið þýddur á ensku, sýnist mér, fyrst og fremst í Frakklandi, Þýskalandi og greinilega Svíþjóð, þar sem hann er lesinn.“ Modiano er fyrst og fremst að skrifa klassískar fágaðar skáldsögur. „Nóbelsnefndin talar um minninguna, tímann, þetta eru greinilega bækur þrungnar eftirsjá. Hann átti við mikið rótleysi að stríða í æsku þegar hann ólst upp á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í París og síðan á dálítið róstursömum árum eftir það. Hann er að líta til baka og fjalla um samfélagið á klassískan og fágaðan hátt. Honum er líkt við Proust, sýnist mér einhvers staðar og þykir svipa til Balsac að því leyti til að skáldsögurnar hans tengjast töluvert mikið. Ekki eins mikið og í skáldsagnaheimi Balsac, en þær tala hver við aðra. Þetta virðist í alla staði virðingarverður og fínn höfundur. En, samt, jú, það kemur á óvart að hann skyldi hafa fengið þessi verðlaun því hann er ekki í neinni sérstakri hringiðu.“Leiðinlegur, þá kannski? „Það, ég hef engar forsendur til að dæma um. Ég er ekkert viss um það. Mér lýst bara ágætlega á hann. En, eins og ég segi, þetta er greinilega maður sem haldið hefur sig við leistann sinn og skrifað sínar sögur um sinn sagnaheim, fullar af eftirsjá og fágun og svona klassík. En, ekki verið að horfa á hinn víða sjóndeildarhring,“ segir Illugi, sem lengi hefur talað fyrir því að Bob Dylan fái þessi eftirsóknarverðu verðlaun, en hann taldi það útilokað í ljósi þess að í fyrra hlaut Alice Monroe frá Kanada þessi verðlaun, og það yrði seint að annar úr sömu heimsálfu hlyti verðlaunin strax í kjölfar þess. „Nei, maður vissi strax að það kom ekki til greina. Þá var alveg útilokað að Nóbelsnefndin, sem hefur alltaf bak við eyrað hvernig verðlaunin skiptast milli heimshluta þá kom ekki til greina að maður rétt sunnan landamæra Kanada fengi þau. En, Dylan fær þau kannski þarnæst. Næst ætla ég að spá því að kona fái verðlaunin. Þeir eru orðnir meðvitaðir um að konur eiga auðvitað að fá verðlaunin til jafns við karla. Og fyrst þeir eru í Evrópu núna og Kanada þar áður fara þeir næst í konu úr fjarlægum heimshluta. Ég ætla að spá því hér með.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira