Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaunin: „Um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 09:43 Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. „Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira