Oddný Eir fær bókmenntaverðlaun ESB Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 13:59 Oddný Eir Ævarsdóttir Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira