„Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 16:30 Forsíðan. „Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“ Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég var bara svo hrædd. Ég vissi ekki hvaða áhrif þetta hefði á feril minn,“ segir leikkonan Jennifer Lawrence sem prýðir forsíðu næsta heftis tímaritsins Vanity Fair. Í viðtali við tímaritið, sem kemur í verslanir á fimmtudaginn, talar hún ítarlega um hvernig henni leið þegar nektarmyndum af henni var lekið á netið af óprúttnum tölvuþrjótum í lok ágúst á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Þó ég sé opinber persóna, þó ég sé leikkona, þýðir það ekki að ég hafi beðið um þetta. Þetta fylgir ekki starfinu. Þetta er líkami minn og þetta ætti að vera mitt val og það að þetta hafi ekki verið mitt val er viðbjóðslegt. Ég trúi því ekki einu sinni að við lifum í svona heimi,“ segir Jennifer. Hún vildi skrifa yfirlýsingu til fjölmiðla þegar upp komst um lekann en gat það ekki. „Ég grét yfir öllu sem ég reyndi að skrifa eða varð reið. Ég byrjaði á að skrifa afsökunarbeiðni en ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég var í ástríku, heilbrigðu, frábæru sambandi í fjögur ár. Það var fjarsamband og annað hvort horfir kærastinn þinn á klám eða þig,“ segir Jennifer um tilurð nektarmyndanna. Hún vill að tölvuþrjótarnir sitji inni fyrir þennan glæp. „Þetta er ekki hneyksli. Þetta er kynferðisbrot. Þetta er ógeðslegt. Lögunum þarf að breyta og við þurfum að breytast. Þess vegna eru þessar vefsíður ábyrgar. Bara það að einhver geti verið misnotaður kynferðislega og brotið á honum kynferðislega og að fyrsta hugun einhvers sé að græða á því. Það er svo fjarri mér. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona ómanneskjuleg. Ég get ekki ímyndað mér að vera svona hugsunarlaus, kærulaus og tóm að innan,“ segir leikkonan. Finnur innri frið.Jennifer var ekki sú eina sem lenti í tölvuþrjótunum en nektarmyndum af meðal annars Kim Kardashian, Amber Heard og Rihönnu var einnig lekið á netið. Leikkonan er ekki síður reið þeim sem skoðuðu myndirnar. „Til allra sem skoðuðu myndirnar: þið eruð að fremja kynferðisbrot. Þið ættuð að hnipra ykkur saman af skömm. Jafnvel fólk sem ég þekki og elska segir: Já, ég skoðaði myndirnar. Ég vil ekki reiðast en á sama tíma er ég að hugsa: Ég sagði ekki að þið mættuð horfa á nakta líkama minn.“ Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið og Jennifer líður betur nú en þegar myndunum lak í lok ágúst. „Tíminn græðir sár. Ég græt ekki yfir þessu lengur. Ég get ekki verið reið lengur. Hamingja mín veltur ekki á því hvort þetta fólk næst því kannski næst það ekki. Ég þarf að finna frið.“
Tengdar fréttir Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35 FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15 Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53 Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 „Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Emma Watson hélt magnþrungna ræðu í New York á dögunum. Nú hefur henni verið hótað öllu illu. 22. september 2014 23:35
FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 2. september 2014 16:15
Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið Günter Oettinger segir heimsku vera eitthvað sem einungis sé hægt að bjarga fólki frá að hluta. 2. október 2014 08:53
Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00
„Mikil áhætta fólgin í því að geyma gögn á snjallsímum“ Ekki er enn vitað hvernig hópur tölvuþrjóta komst yfir nektarmyndirnar af þekktum einstaklingum. Jafnvel er talið að myndirnar hafi gengið kaupum og sölum í gegnum vefsíðuna 4Chan. 3. september 2014 18:17