Oliver Wilson hafði sigur í Skotlandi 5. október 2014 16:32 Oliver Wilson les pútt á St. Andrews í dag. Getty Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira