Nordsjælland gerði markalaust jafntefli við Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en lærisveinar Ólafs Kristjánssonar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni fyrir leikinn.
Thedór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers sem er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum á eftir Nordsjælland sem er í öðru sæti, fjórum stigum frá toppnum.
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE sem gerði 1-1 jafntefli við Vestsjælland á útivelli.
Vestsjælland er í 8. sæti með stigi meira en SönderjyskE sem er í sætinu fyrir neðan.
Í Svíþjóð var Kristinn Steindórsson í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 3-1 á heimavelli fyrir Åtvidaberg. Kristni var skipta af leikvelli á 66. mínútu og Guðjón Baldvinsson kom inn á sem varamaður fyrir Halmstad á 57. mínútu.
Arnór Yngvi Traustason lék fyrstu 86. mínúturnar fyrir Norrköping sem vann óvæntan 3-0 sigur á IFK Gautaborg á heimavelli. Hjálmar Örn Jónsson sat allan leikinn á bekknum hjá Gautaborg.
Markalaust hjá lærisveinum Ólafs Kristjánssonar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
