Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 16:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Hirti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum. Mynd/Reykjavíkurborg Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira