"Þakklæti til allra uppá Landspítala sem tóku þátt í að koma stelpunni okkar óhultri í þennan heim“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 10:33 Mæðgurnar á heimleið. mynd/facebook-síða þórunnar antoníu „Í dag er vika síðan að dóttir mín kom í heiminn, sem er viðburður sem ég átti auðvitað von á að myndi breyta lífi mínu stórkostlega og til hins betra, en þetta er miklu meira og stærra en ég gat ímyndað mér og tilfinningin er ólýsanleg sérstaklega að fá loksins að taka hana heim með okkur,“ skrifar söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir við mynd af sér og dóttur sinni á Facebook-síðu sinni. Þórunn og kærasti hennar, Hjalti Haraldsson, eignuðust sitt fyrsta barn fyrir viku síðan.Færsla Þórunnar er afar hjartnæm en í henni þakkar hún starfsfólki Landspítalans fyrir að hjálpa sér í gegnum erfiða fæðingu.„Mér efst í huga burt séð frá yfirþyrmandi móðurást er þakklæti, þakklæti til allra uppá Landspítala sem tóku þátt í að koma stelpunni okkar óhultri í þennan heim og hjálpa mér að halda heilsu í gegnum þetta. Fæðingin gekk vægast sagt ekki vel og var mikil þolraun, meðal annara flækja fékk ég sjaldgæfa og bráðhættulega meðgöngueitrun ( HELLP ) og fæðingarferlið var mjög langt og endaði í bráðakeisara einum og hálfum sólarhring seinna, en ég er ekki að skrifa þetta til að fá samúð því ég er alveg óhullt þökk sé umönnun þeirra ótrúlegu Ljósmæðra, Lækna, nema, og annars starfsfóks Landspítalans sem sá um að annast okkur. Hvert sem var litið var fagmennska, góðmennska sem og nærgætni í fyrirrúmi og greinilegt að allir leggja miklu harðar að sér en sanngjarnt þykir miðað við launin sem eru í heilbrigðisgeiranum,“ bætir Þórunn við. Hún segir þetta ferli hafa verið eitt það erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem hún hafi upplifað. „Það er kanski daglegt brauð fyrir ykkur sem vinnið á þessum deildum að bjarga lífum og taka á móti nýjum en fyrir mig er það svo sannarlega ekki og þess vegna langar mig að opinberlega að hrósa og þakka frá mínum dýpstu hjartarótum Landspítalanum og Fæðingardeild Landspítlans, Meðgöngu og sængurlegudeild fyrir að koma mér í gegnum eitt það efiðasta en aftur á móti það fallegasta sem ég mun upplifa. Þórunn Antonía og fjölskylda.“ Tengdar fréttir Þórunn Antonía eignaðist stelpu Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og unnusti hennar eignuðust stúlku í gær. 27. september 2014 01:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Í dag er vika síðan að dóttir mín kom í heiminn, sem er viðburður sem ég átti auðvitað von á að myndi breyta lífi mínu stórkostlega og til hins betra, en þetta er miklu meira og stærra en ég gat ímyndað mér og tilfinningin er ólýsanleg sérstaklega að fá loksins að taka hana heim með okkur,“ skrifar söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir við mynd af sér og dóttur sinni á Facebook-síðu sinni. Þórunn og kærasti hennar, Hjalti Haraldsson, eignuðust sitt fyrsta barn fyrir viku síðan.Færsla Þórunnar er afar hjartnæm en í henni þakkar hún starfsfólki Landspítalans fyrir að hjálpa sér í gegnum erfiða fæðingu.„Mér efst í huga burt séð frá yfirþyrmandi móðurást er þakklæti, þakklæti til allra uppá Landspítala sem tóku þátt í að koma stelpunni okkar óhultri í þennan heim og hjálpa mér að halda heilsu í gegnum þetta. Fæðingin gekk vægast sagt ekki vel og var mikil þolraun, meðal annara flækja fékk ég sjaldgæfa og bráðhættulega meðgöngueitrun ( HELLP ) og fæðingarferlið var mjög langt og endaði í bráðakeisara einum og hálfum sólarhring seinna, en ég er ekki að skrifa þetta til að fá samúð því ég er alveg óhullt þökk sé umönnun þeirra ótrúlegu Ljósmæðra, Lækna, nema, og annars starfsfóks Landspítalans sem sá um að annast okkur. Hvert sem var litið var fagmennska, góðmennska sem og nærgætni í fyrirrúmi og greinilegt að allir leggja miklu harðar að sér en sanngjarnt þykir miðað við launin sem eru í heilbrigðisgeiranum,“ bætir Þórunn við. Hún segir þetta ferli hafa verið eitt það erfiðasta en jafnframt það fallegasta sem hún hafi upplifað. „Það er kanski daglegt brauð fyrir ykkur sem vinnið á þessum deildum að bjarga lífum og taka á móti nýjum en fyrir mig er það svo sannarlega ekki og þess vegna langar mig að opinberlega að hrósa og þakka frá mínum dýpstu hjartarótum Landspítalanum og Fæðingardeild Landspítlans, Meðgöngu og sængurlegudeild fyrir að koma mér í gegnum eitt það efiðasta en aftur á móti það fallegasta sem ég mun upplifa. Þórunn Antonía og fjölskylda.“
Tengdar fréttir Þórunn Antonía eignaðist stelpu Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og unnusti hennar eignuðust stúlku í gær. 27. september 2014 01:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Þórunn Antonía eignaðist stelpu Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og unnusti hennar eignuðust stúlku í gær. 27. september 2014 01:00