„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 12:30 Margrét ætlar að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum í október. mynd/úr einkasafni „Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“ Meistaramánuður Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
„Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“
Meistaramánuður Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira