Enski boltinn

Gerrard: Leikmenn Basel vildu þetta meira en við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var allt annað en ánægður með hugarfar síns liðs í 0-1 tapinu á móti svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í fótbolta í gær.

„Þeir vildu þetta meira en við sem eru mikil vonbrigði," sagði Steven Gerrard við Sky Sports eftir leikinn. Tapið er enn einu vonbrigðin á Anfield í byrjun þessa tímabils sem markar endurkomu Liverpool í Meistaradeildina eftir margra ára fjarveru.

Marco Streller skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu en það kom úr föstu leikatriði eins og mörk í tapleikjum á móti West Ham og Aston Villa. Markið má sjá hér fyrir ofan.

„Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Við vorum alltof mjúkir út um allan völl og það var ekki nógu gott að fá enn eitt markið á okkur úr föstu leikatriði," sagði Gerrard.

Liverpool vann fyrsta leikinn naumlega á móti Ludogorets en þetta tap þýðir að liðið er dottið niður í 3. sæti riðilsins og næstu tveir leikirnir eru á móti spænska stórliðinu Real Madrid.



Steven Gerrard.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×