Jón Daði: Það veit enginn hvað hann á að gera á vellinum Tómas Þór Þórðarso skrifar 1. október 2014 12:30 Jón Daði Böðvarsson nýtur sín í umhverfinu hjá íslensku landsliðunum. vísir/anton Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Viking í Stavanger, hefur miklar áhyggjur af gengi liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Viking er aðeins búið að vinna einn leik af síðustu átta og tapa síðustu fjórum, en liðið er fallið niður í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 25 leiki af 30. Með því spila fjórir Íslendingar til viðbótar; Steinþór Freyr Þorsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Sverrir Ingi Ingason og fyrirliðiinn IndriðiSigurðsson. „Þetta er ekki nógu gott. Það er ekkert plan í gangi. Ef þetta heldur svona áfram verðum við líka í vandræðum á næsta ári,“ segir Jón Daði í viðtali við Rogalands Avis. Selfyssingurinn, sem skoraði í sínum fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði, segir að þjálfaraliðið verði að fara að gera eitthvað í málinu. „Við vorum með gott plan í sumar, en nú gengur ekkert upp af því sem við ætluðum að gera. Í rauninni er ekkert plan og það veit enginn hvað hann á að gera á vellinum. Það verður að laga þetta eins og skot,“ segir Jón Daði og segir enn fremur að þetta hafi áhrif á hann sem leikmann. „Þetta er skelfilegt fyrir leikmennina. Maður nýtur sín ekki á vellinum. Þegar ég fer til Íslands og spila með A-landsliðinu eða U21 árs liðinu eru hlutirnir allt öðruvísi. Þar erum við alltaf með plan og því fylgi ég 100 prósent. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þá geta menn blómstrað.“ Jón Daði segist ekki geta lagað þetta vandamál sjálfur hjá Viking þar sem hann er ekki þjálfari liðsins. „Sem leikmaður Viking er þetta líka mín sök. En ég er bara 22 ára og enginn þjálfari. Ég veit ekki hvað þarf að gera. Eina sem ég veit er að það þarf eitthvað að gera,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Viking í Stavanger, hefur miklar áhyggjur af gengi liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Viking er aðeins búið að vinna einn leik af síðustu átta og tapa síðustu fjórum, en liðið er fallið niður í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 25 leiki af 30. Með því spila fjórir Íslendingar til viðbótar; Steinþór Freyr Þorsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Sverrir Ingi Ingason og fyrirliðiinn IndriðiSigurðsson. „Þetta er ekki nógu gott. Það er ekkert plan í gangi. Ef þetta heldur svona áfram verðum við líka í vandræðum á næsta ári,“ segir Jón Daði í viðtali við Rogalands Avis. Selfyssingurinn, sem skoraði í sínum fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði, segir að þjálfaraliðið verði að fara að gera eitthvað í málinu. „Við vorum með gott plan í sumar, en nú gengur ekkert upp af því sem við ætluðum að gera. Í rauninni er ekkert plan og það veit enginn hvað hann á að gera á vellinum. Það verður að laga þetta eins og skot,“ segir Jón Daði og segir enn fremur að þetta hafi áhrif á hann sem leikmann. „Þetta er skelfilegt fyrir leikmennina. Maður nýtur sín ekki á vellinum. Þegar ég fer til Íslands og spila með A-landsliðinu eða U21 árs liðinu eru hlutirnir allt öðruvísi. Þar erum við alltaf með plan og því fylgi ég 100 prósent. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þá geta menn blómstrað.“ Jón Daði segist ekki geta lagað þetta vandamál sjálfur hjá Viking þar sem hann er ekki þjálfari liðsins. „Sem leikmaður Viking er þetta líka mín sök. En ég er bara 22 ára og enginn þjálfari. Ég veit ekki hvað þarf að gera. Eina sem ég veit er að það þarf eitthvað að gera,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira