Fótbolti

Xavi sló leikjametið í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xavi er einn sigursælasti leikmaður allra tíma.
Xavi er einn sigursælasti leikmaður allra tíma. Vísir/Getty
Xavi Hernández sló leikjametið í Meistaradeild Evrópu þegar hann kom inn á fyrir Ivan Rakitic í 3-2 tapi Barcelona gegn Paris SG í gær.

Xavi fór því fram úr landa sínum, Raúl González, sem lék 142 leiki fyrir Real Madrid og Schalke 04 á sínum tíma.

Ryan Giggs og Iker Casillas koma næstir með 141 leik, en sá síðarnefndi gæti komist í annað sætið á listanum spili hann með Real Madrid gegn búlgarska liðinu Ludogorets í kvöld.

Xavi lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Brasilíumanninn Giovanni í 3-3 jafntefli Manchester United og Barcelona á Old Trafford 16. september 1998. Knattspyrnustjóri Börsunga á þeim tíma var Louis van Gaal, núverandi stjóri Manchester United.

Xavi hefur þrívegis verið í sigurliði Meistaradeildarinnar; 2006, 2009 og 2011.

Leikjahæstu leikmenn í sögu Meistaradeildarinnar:

1. Xavi - 143 leikir

2. Raúl - 142

3. Ryan Giggs - 141

4. Iker Casillas - 141

5. Clarence Seedorf - 125

6. Paul Scholes - 124

7. Roberto Carlos - 120

8. Carles Puyol - 115

9. Thierry Henry - 112

10.-11. Paolo Maldini - 109

10.-11. Gary Neville - 109

Xavi í baráttunni við Gianfranco Zola fyrir 14 árum.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×