Þorgrímur: Ódrengileg gagnrýni á landsliðsmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2014 21:28 Þorgrímur Þráinsson. Vísir/Anton Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14
Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27