Fótbolti

Rúrik vann Íslendingaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik með FCK.
Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty
Tveir Íslendingar voru í byrjunarliðum FCK og Randers, en leikið var á Parken í kvöld. Alex Kacaniklic var hetjan.

Alex Kacaniklic tryggði FCK sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu., en iðin eru nú jöfn í þriðja til fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK, en fór af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok. Theodór Elmar Bjarnason spilaði fyrstu 68. mínúturnar fyrir Randers.

Ögmundur Kristinsson kom svo óvænt inn í mark Randers í hálfleik, en þetta var fyrsti leikur Ögmundar í dönsku úrvalsdeildinni frá því hann gekk til liðs við Randers í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×