Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í sænska úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en gengi liða þeirra var afar ólíkt.
Arnór Ingvi Traustason spilaði í 77. mínútur fyrir IFK Norköpping sem vann mikilvægan sigur gegn Gefle í fallbaráttunni, 1-2. Með sigrinum fór Norköpping upp af hættusvæðinu, í bili að minnsta kosti.
Kristinn Jónsson og félagar í Brommapojkarna steinlágu fyrir FH-bönunum í AIK á heimavelli, 4-0. Kristinn spilaði allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem eru fallnir niður í B-deildina.
