Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í gærkvöldi, en HK lagði þá FH að velli í Kaplakrika. HK-liðið var sterkara allan leikinn.
HK leiddi í hálfleik 13-8 og vann svo að lokum þriggja marka sigur, 25-22. Með sigrinum fór HK í 6 stig á meðan FH er einungis með 3 stig.
Skyttan unga og efnilega Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði sex mörk fyrir HK, en Aníta Mjöll Ægisdóttir skyttan í liði FH skoraði einnig sex mörk.
Markaskorar FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 6, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 5, Steinunn Snorradóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Sara Kristjánsdóttir 2, Elín Ósk Jóhannsdóttir 1 og Arnheiður Guðmundsdóttir 1.
Markaskorarar HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 6, Hulda Tryggvadóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1 og Natalía María Helen Ægisdóttir 1.
HK vann í Kaplakrika
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



