Jólabjórinn er lentur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2014 17:01 Róbert Þór Jónasson, sölufulltrúi hjá Víking ölgerð á Akureyri, setti upp jólasveinahúfu og stillti sér upp fyrr í dag með fyrsta jólabjór ársins. Mynd/Vífilfell Hægt verður að fá sér jólabjór í kvöld á börum bæjarins þar sem Thule-jólabjórinn fer í dreifingu í dag. Jólabjórinn hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum en salan í fyrra nam 616.000 lítrum og var það 7,5% aukning milli ára. Jólabjórinn hefur aldrei farið í dreifingu svona snemma og segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri bjórs hjá Vifilfelli, ástæðuna vera aukið vægi jólabjórs í bjórmenningu landans. „Veðrið var ekki upp á marga fiska í sumar og í raun er búið að vera haust í nokkra mánuði. Við ákváðum þess vegna að þjófstarta jólunum og koma með jólabjórinn fyrr í ár. Enda eðlilegt að jólin komi snemma fyrst að haustið kom í júlí. Svo sjáum við líka bara að það er aukin eftirspurn og við þurfum að byrja að selja fyrr til að mæta þeirri eftirspurn,“ segir Hreiðar. Hann segir að samkvæmt reglum Vínbúðanna megi ekki selja jólabar þar fyrr en 15. nóvember og ekki lengur en til 6. janúar. Hins vegar sé ekkert sem banni að dreifing byrji fyrr til veitingastaða og fríhafnarinnar. Thule jólabjórinn fer því á dælur og kæla á nokkrum tugum veitingahúsa og kráa til að byrja með og í næstu viku verður hann einnig fáanlegur í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Þá styttist síðan í að Víking jólabjórinn komi á markað en búist er við því að það verði í lok mánaðarins. Sala á jólabjór hefst svo í verslunum ÁTVR þann 14. nóvember næstkomandi þar sem 15. nóvember ber upp á laugardag. Jólafréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hægt verður að fá sér jólabjór í kvöld á börum bæjarins þar sem Thule-jólabjórinn fer í dreifingu í dag. Jólabjórinn hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum en salan í fyrra nam 616.000 lítrum og var það 7,5% aukning milli ára. Jólabjórinn hefur aldrei farið í dreifingu svona snemma og segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri bjórs hjá Vifilfelli, ástæðuna vera aukið vægi jólabjórs í bjórmenningu landans. „Veðrið var ekki upp á marga fiska í sumar og í raun er búið að vera haust í nokkra mánuði. Við ákváðum þess vegna að þjófstarta jólunum og koma með jólabjórinn fyrr í ár. Enda eðlilegt að jólin komi snemma fyrst að haustið kom í júlí. Svo sjáum við líka bara að það er aukin eftirspurn og við þurfum að byrja að selja fyrr til að mæta þeirri eftirspurn,“ segir Hreiðar. Hann segir að samkvæmt reglum Vínbúðanna megi ekki selja jólabar þar fyrr en 15. nóvember og ekki lengur en til 6. janúar. Hins vegar sé ekkert sem banni að dreifing byrji fyrr til veitingastaða og fríhafnarinnar. Thule jólabjórinn fer því á dælur og kæla á nokkrum tugum veitingahúsa og kráa til að byrja með og í næstu viku verður hann einnig fáanlegur í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Þá styttist síðan í að Víking jólabjórinn komi á markað en búist er við því að það verði í lok mánaðarins. Sala á jólabjór hefst svo í verslunum ÁTVR þann 14. nóvember næstkomandi þar sem 15. nóvember ber upp á laugardag.
Jólafréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira