„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2014 14:14 Vísir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, leikmenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg, segja að umhverfi íslenska landsliðsins hafi gerbreyst með ráðningu Lars Lagerbäck fyrir þremur árum. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. En svo kom Lagerbäck,“ segja þeir í viðtalinu sem birtist í Helsingborgs Dagblad og má lesa í heild sinni hér. Árangur Lagerbäck með íslenska landsliðinu talar sínu máli. Liðið komst í umspilið fyrir HM 2014 og er nú ósigrað eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM 2016 með markatöluna 8-0. Sigur liðsins á Hollandi á mánudag er einn allra merkasti sigur Íslands frá upphafi. Þegar nýr styrkleikalisti FIFA verður gefinn út í næstu viku verður Ísland væntanlega á meðal efstu 30 þjóða heimsins í fyrsta sinn og hæst skrifaða Norðurlandaþjóðin. Sá árangur hefur ekki farið framhjá Svíum enda var Lagerbäck þjálfari sænska landsliðsins í á annan áratug. Arnór og Guðlaugur ræða um ráðningu hans og hvernig íslenskir knattspyrnumenn hafa dafnað undanfarin ár. En einnig hvernig stemningin var í landsliðinu áður en að Lagerbäck tók við. „Það breyttist allt með Lars Lagerbäck. Þá varð þetta fagmannlegt. Ég hef ekki verið lengi í landsliðinu en vinir mínir hafa sagt mér sögur um hvernig þetta var áður en að Lars kom til sögunnar.“ „Litið var á landsleikjatarnir sem frí. Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum. Það smitaði sig inn í frammistöðuna í leikjunum. Liðið fékk kannski mark á sig en þá hugsuðu þeir bara með sér: „Skítt með það - förum á pöbbinn“,“ er haft eftir Guðlaugi. Arnór var fyrst valinn í landsliðið af Ólafi Jóhannssyni árið 2008 og hann tekur undir orð Gauðlaugs. „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ „En nú sýna leikmenn þjálfaranum virðingu,“ bætir Guðlaugur við. „Það er „no bullshit“ hjá Lagerbäck.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36