Júníus, Vök og Karin frumflytja nýtt efni á netinu 16. október 2014 23:30 Síðan var sett í loftið til að hita upp fyrir Iceland Airwaves. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin frumflytja efni á nýjum vef, sem Landsbankinn setti í loftið til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem nálgast óðfluga. Airwaves fer fram dagana 5. til 9. nóvember og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin koma öll fram á hátíðinni en Landsbankinn hefur einnig fengið þau til liðs við sig til að koma fram á off-venue tónleikum í aðalútibúi bankans við Austurstræti laugardaginn 8. nóvember. Í tilefni af því gerði bankinn flottan vef með sveitunum þar sem finna má ný lög, eldri lög í nýjum búningum og viðtöl. Vefinn er að finna á slóðinni landsbankinn.is/icelandairwaves. „Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi. Landsbankinn og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill í tilefni þess styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og er það liður í þeirri stefnu bankans að sinna samfélagslegri ábyrgð sinni á virkan hátt og styðja við listir og menningu í landinu,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndbandanna sem tekið var upp fyrir síðuna. Þar flytur Júníus Meyvant lagið Color Decay, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í sumar og hefur einnig vakið lukku utan landsteina. Airwaves Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Júníus Meyvant, Vök og Young Karin frumflytja efni á nýjum vef, sem Landsbankinn setti í loftið til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem nálgast óðfluga. Airwaves fer fram dagana 5. til 9. nóvember og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Júníus Meyvant, Vök og Young Karin koma öll fram á hátíðinni en Landsbankinn hefur einnig fengið þau til liðs við sig til að koma fram á off-venue tónleikum í aðalútibúi bankans við Austurstræti laugardaginn 8. nóvember. Í tilefni af því gerði bankinn flottan vef með sveitunum þar sem finna má ný lög, eldri lög í nýjum búningum og viðtöl. Vefinn er að finna á slóðinni landsbankinn.is/icelandairwaves. „Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi. Landsbankinn og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gerðu nýlega með sér tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar. Landsbankinn vill í tilefni þess styðja við bakið á ungu tónlistarfólki og er það liður í þeirri stefnu bankans að sinna samfélagslegri ábyrgð sinni á virkan hátt og styðja við listir og menningu í landinu,“ segir í tilkynningu. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndbandanna sem tekið var upp fyrir síðuna. Þar flytur Júníus Meyvant lagið Color Decay, sem naut mikilla vinsælda hér á landi í sumar og hefur einnig vakið lukku utan landsteina.
Airwaves Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira