Formaður stuðningsmannaklúbbs Lilleström: Rúnar yrði vinsæll kostur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 10:45 Rúnar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang sem þjálfari KR. Vísir/Valli Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58
„Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00