Meðal gesta var íslenska leikkonan Indía Salvör Menuez og stal lúkkið hennar senunni að mati blaðamanns tímaritsins Glamour, en Indía bar tösku sem lítur út eins og beygla.
Blaðamaðurinn setur Indíu í fyrsta sæti yfir þá sem smekklegastir voru þetta kvöld en aðrir gestir voru til að mynda fyrirsæturnar Karlie Kloss, Lily Aldridge, Gisele Bundchen og tískumógúllinn Anna Wintour.
„Það var Chanel-beyglutaskan hennar sem fangaði athygli okkar,“ skrifar blaðamaður Glamour.
„Enginn annar klæðnaður stjarnanna kemst í návist við beyglutöskuna,“ bætir hann við.
