Sverrir Ingi: Stór ákvörðun hjá dómaranum Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2014 19:18 „Þetta er gífurlega svekkjandi. Við vorum búnir að halda þeim ágætlega frá markinu okkar allan leikinn," sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, eftir jafnteflið gegn Dönum í kvöld en með því varð það ljóst að drengirnir fara ekki á EM. „Þeir eru meira að dúttla svona fyrir utan teig, en mér finnst við ekki vera nægilega skarpir sóknarlega. Í föstum leikatriðum og þess háttar, þá erum við meira og minna sofandi. Einnig í markinu sem þeir skora, þá erum við ekki að dekka. Það gerir útslagið." „Það var voðalega sárt. Því þá þurftum við tvö mörk, því útivallarmarkið telur auka. Þetta var erfitt, en við náðum að ná inn einu. Hann fór í mig þarna í teignum og þetta var pjúra víti. Við höfðum bara ekki meiri tíma," sagði Sverrir og aðspurður út í atvikið þegar markið var dæmt af Íslandi svaraði hann: „Mér fannst bara markvörðurinn verða hræddur. Hann er búinn að missa boltann áður en Óli fer í einvígið við hann. Hann nær aldrei að grípa boltann og Óli á alveg jafn mikinn rétt á að fara í boltann og markmaðurinn. Hann má nota hendurnar og það er yfirleitt alltaf brot þegar þú snertir hann." „Virkilega stór ákvörðun hjá dómaranum." „Völlurinn var gífurlega erfiður. Hann var frosinn og það var gífurlega erfitt að hemja boltann. Þegar við fengum sóknarmöguleikana þá vorum við ekki nægilega skarpir. Við hefðum átt að fá fleiri fyrirgjafir þvi við erum með stóra leikmenn og svona í teignum," sagði Sverrir að lokum. Atvikið má sjá hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 1-1 | Strákarnir fara ekki á EM Danmörk tryggðu sér sæti á EM U21 árs landsliða sem fram fer í Tékklandi árið 2015 eftir sigur á íslenska liðinu. Þrjú mörk litu dagsins ljós í Laugardalnum, en öll komu þau alveg undir lok leiksins. 14. október 2014 13:22 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Sjá meira
„Þetta er gífurlega svekkjandi. Við vorum búnir að halda þeim ágætlega frá markinu okkar allan leikinn," sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, eftir jafnteflið gegn Dönum í kvöld en með því varð það ljóst að drengirnir fara ekki á EM. „Þeir eru meira að dúttla svona fyrir utan teig, en mér finnst við ekki vera nægilega skarpir sóknarlega. Í föstum leikatriðum og þess háttar, þá erum við meira og minna sofandi. Einnig í markinu sem þeir skora, þá erum við ekki að dekka. Það gerir útslagið." „Það var voðalega sárt. Því þá þurftum við tvö mörk, því útivallarmarkið telur auka. Þetta var erfitt, en við náðum að ná inn einu. Hann fór í mig þarna í teignum og þetta var pjúra víti. Við höfðum bara ekki meiri tíma," sagði Sverrir og aðspurður út í atvikið þegar markið var dæmt af Íslandi svaraði hann: „Mér fannst bara markvörðurinn verða hræddur. Hann er búinn að missa boltann áður en Óli fer í einvígið við hann. Hann nær aldrei að grípa boltann og Óli á alveg jafn mikinn rétt á að fara í boltann og markmaðurinn. Hann má nota hendurnar og það er yfirleitt alltaf brot þegar þú snertir hann." „Virkilega stór ákvörðun hjá dómaranum." „Völlurinn var gífurlega erfiður. Hann var frosinn og það var gífurlega erfitt að hemja boltann. Þegar við fengum sóknarmöguleikana þá vorum við ekki nægilega skarpir. Við hefðum átt að fá fleiri fyrirgjafir þvi við erum með stóra leikmenn og svona í teignum," sagði Sverrir að lokum. Atvikið má sjá hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 1-1 | Strákarnir fara ekki á EM Danmörk tryggðu sér sæti á EM U21 árs landsliða sem fram fer í Tékklandi árið 2015 eftir sigur á íslenska liðinu. Þrjú mörk litu dagsins ljós í Laugardalnum, en öll komu þau alveg undir lok leiksins. 14. október 2014 13:22 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 1-1 | Strákarnir fara ekki á EM Danmörk tryggðu sér sæti á EM U21 árs landsliða sem fram fer í Tékklandi árið 2015 eftir sigur á íslenska liðinu. Þrjú mörk litu dagsins ljós í Laugardalnum, en öll komu þau alveg undir lok leiksins. 14. október 2014 13:22