Ekki nota Dropbox, Facebook eða Google Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:23 Edward Snowden Vísir/Getty Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden ráðleggur almenningi að nota ekki Dropbox og forðast að nota Facebook og Google, vilji fólk standa vörð um friðhelgi einkalífs síns. Þetta kom fram í viðtali við Snowden sem tekið var á viðburði á vegum tímaritsins The New Yorker um liðna helgi. Snowden sagði að Dropbox, sem býður fólki upp á að geyma myndir, skjöl og önnur gögn á netinu, notist ekki við dulkóðun í þjónustu sinni. Síðan bjóði því enga vernd fyrir persónulegum gögnum fólks sem það hleður inn. Þá standist Facebook og Google ekki öryggiskröfur nægjanlega vel að mati Snowden, þrátt fyrir að öryggisráðstafanir á síðunum hafi verið bættar mikið síðastliðin misseri. Snowden var jafnframt í viðtali á viðburði á vegum blaðsins The Observer um helgina. Þar gagnrýndi hann bresk stjórnvöld harðlega fyrir það gríðarlega mikla eftirlit sem þau hafa með almenningi. Hann sagði stjórnvöld í Bretlandi hafa mjög ríkar heimildir til að hafa eftirlit með fólki og í raun væri það svo að þau mættu allt. Upplýsingum væri safnað saman um almenning án þess að einstaklingar gætu farið með það fyrir dómstóla hvort að slíkt væri löglegt eða ekki. Snowden sagði slíkt eftirlitskerfi grafa undan réttarríkinu.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira