Kári Árna: Liðin skapað afar fá færi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2014 06:30 Kári á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Kári Árnason er ánægður með varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu hingað til, en liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Markatalan eftir leikina tvo; 6-0. „Við áttum alveg von á þessu sérstaklega eftir sigurinn á Tyrkjum. Það kom ekkert annað til greina en sigur gegn Lettum," sagði Kári Árnason í samtali við Vísi. „Við vissum hvernig leikurinn myndi þróast og við lögðum leikinn virkilega vel upp. Þetta var þolinmæðisvinna, en við bjuggumst ekki við þeim svona aftarlega." Kári er skiljanlega ánægður með varnarleikinn í mótinu hingað til. „Þeir settu litla sem enga pressu á okkur og við fengum bara að halda boltanum eins og við vildum. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og þegar við sáum það í hálfleik að við náðum að skapa færi þrátt fyrir að þeir væru svona aftarlega þá var ekkert annað í stöðunni enn að vinna." „Það er okkar hlutverk í þessu liði er að halda búrinu hreinu og það hefur tekist vel. Liðin sem við höfum spilað á móti hafa skapað afar fá færi." „Tyrkir áttu eitt alvöru færi sem var í síðari hálfleik þegar þeir skutu yfir í stöðunni 1-0, en í Lettaleiknum voru þeir aldrei hættulegir nema í nokkrum föstum leikatriðum." „Við erum búnir að stilla saman strengina. Við erum meira solid sem varnarlið. Það hjálpar að ég, Ragnar og Ari Freyr erum búnir að spila saman flesta leikina í síðasta móti og núna aftur. Elmar er svo búinn að koma frábærlega inn." „Þetta verður prófraun á allt liðið. Það er lykilatriði að verjumst sem heild. Ein varnarlína er ekki að fara halda Arjen Robben og Robin van Persie niðri. Við þurfum allir að verjast vel," sagði Kári og bætti við að lokum að hann vonaðist til að liðið myndi kroppa í að minnsta kosti eitt stig á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Kári Árnason er ánægður með varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu hingað til, en liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Markatalan eftir leikina tvo; 6-0. „Við áttum alveg von á þessu sérstaklega eftir sigurinn á Tyrkjum. Það kom ekkert annað til greina en sigur gegn Lettum," sagði Kári Árnason í samtali við Vísi. „Við vissum hvernig leikurinn myndi þróast og við lögðum leikinn virkilega vel upp. Þetta var þolinmæðisvinna, en við bjuggumst ekki við þeim svona aftarlega." Kári er skiljanlega ánægður með varnarleikinn í mótinu hingað til. „Þeir settu litla sem enga pressu á okkur og við fengum bara að halda boltanum eins og við vildum. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og þegar við sáum það í hálfleik að við náðum að skapa færi þrátt fyrir að þeir væru svona aftarlega þá var ekkert annað í stöðunni enn að vinna." „Það er okkar hlutverk í þessu liði er að halda búrinu hreinu og það hefur tekist vel. Liðin sem við höfum spilað á móti hafa skapað afar fá færi." „Tyrkir áttu eitt alvöru færi sem var í síðari hálfleik þegar þeir skutu yfir í stöðunni 1-0, en í Lettaleiknum voru þeir aldrei hættulegir nema í nokkrum föstum leikatriðum." „Við erum búnir að stilla saman strengina. Við erum meira solid sem varnarlið. Það hjálpar að ég, Ragnar og Ari Freyr erum búnir að spila saman flesta leikina í síðasta móti og núna aftur. Elmar er svo búinn að koma frábærlega inn." „Þetta verður prófraun á allt liðið. Það er lykilatriði að verjumst sem heild. Ein varnarlína er ekki að fara halda Arjen Robben og Robin van Persie niðri. Við þurfum allir að verjast vel," sagði Kári og bætti við að lokum að hann vonaðist til að liðið myndi kroppa í að minnsta kosti eitt stig á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira