Handbolti

Kiel valtaði yfir Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron spilaði vel í kvöld.
Aron spilaði vel í kvöld. Vísir/Getty
Kiel gjörsamlega valtaði yfir Füchse Berlín í þýska handboltanum í dag, en Aron Pálmarsson spilaði vel. Lokatölur 38-27.

Það var ljóst frá byrjun í hvað stefndi en staðan eftir stundarfjórðung var 9-3 Kiel í vil. Þeir spiluðu sinn besta leik á tímabilinu.

Í hálfleik leiddu Kiel með sjö mörkum, 18-12 og þeir sigldu svo öruggum sigri heim í miklum markaleik, en loaktölur 38-27 Kiel í vil.

Domagoj Duvnjak lék á alls oddi í liði Kielar og skoraði níu mörk. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og lék félaga sína oft vel uppi.

Konstantin Igropulo var markahæstur hjá Füchse með átta mörk.

Kiel er í öðru sæti með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir Rhein-Neckar Löven. Það gengur brösulega hjá Füchse sem er í áttunda sæti með átta stig, en sterka menn vantar í liðið sem eru frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×