Fótbolti

Þolinmæðin skilaði sér í Riga | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Ísland braut blað í knattspyrnusögunni í kvöld en liðið er í fyrsta sinn með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum í undankeppni stórmóts.

Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason skoruðu mörk Íslands á Skonto-leikvanginum í kvöld er íslenska liðið lagði það lettneska, 3-0.

Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvellinum á mánudag og tekur á móti þessari stórþjóð í knattspyrnuheiminum sem topplið A-riðils í undankeppni EM 2016.

Valgarður Gíslason var á Skonto-leikvanginum í kvöld og tók þessar myndir.

Vísir/Valli

Tengdar fréttir

Hannes: Líður ekki vel í svona leikjum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur.

Gylfi: Vildi klára leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×