Handbolti

Einvígi Dags og Patreks í beinni á EHF TV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins.
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, undirbúa nú leik á móti hvorum öðrum í undankeppni EM 2016.

Þýskaland og Austurríki eru saman í riðli í undankeppninni sem hefst á miðvikudaginn en í riðlinum eru einnig Spánn og Finnland. Í boði eru tvö sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Póllandi.

Fyrsti leikur Þjóðverja í riðlinum er heima á móti Finnlandi en Austurríkismenn byrja á útivelli á móti Spáni. Báðir þessir leikir eru á miðvikudagskvöldið.

Lið Austurríks og Þýskalands mætast síðan í Vín á sunnudaginn en leikurinn hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma og verður í beinni netútsendingu á ehfTV.com.

EHF TV sýnir nokkra leiki í beinni á næstu dögum þar á meðal leik Serbíu og Svartfjallalands sem eru með Íslandi í riðli sem og leik Bosníu og Danmerkur en Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Dana.



Leikir í beinni á EHF TV:

Miðvikudagur 29. október

16.45 Makedónía - Sviss

19.00 Serbía-Svartafjallaland

Fimmtudagur 30. október

18.30 Frakkland - Tékkland

Laugardagur 1. nóvember

17.00 Slóvakía - Svíþjóð

Sunnudagur 2. nóvember

17.00 Austurríki - Þýskaland

19.15 Bosnía - Danmörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×