Auglýsingar gera bílasölumenn óða Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2014 18:47 Vísir/Skjáskot/Getty Í auglýsingum sem bandaríska fyrirtækið Edmunson birti, reynir afgreiðslumaður í matvöruverslun að fá viðskiptavini sína til að prútta við sig. Auglýsingunum var ætlað að sýna hve asnalegt það væri að prútta um verð á bílum og því ætti fólk að nota heimasíðu þeirra til að kaupa bíla. Um er að ræða falda myndavél og greinilegt er að viðskiptavinir verslunarinnar eru ekki viðbúnir þessu og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við. Sumir hverjir verða jafnvel pirraðir og ganga í burtu. Bílasalar urðu aftur á móti óðir yfir auglýsingunum og þvinguðu fyrirtækið til að taka þær úr birtingu, samkvæmt vefnum Adage.com. Hótuðu þeir að taka auglýsingar af heimasíðu Edmunson þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart bílasölumönnum. Framkvæmdastjóri Edmunson þurfti að biðjast afsökunar. „Auglýsingar okkar misstu marks. Samstsarfsaðilar okkar urðu mjög móðgaðir og sögðu að tilraun okkar til gríns hafi byggt á úreltum staðalímyndum. Það var auðvitað ekki ætlun okkar,“ segir Seth Berkowitz við Adage. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í auglýsingum sem bandaríska fyrirtækið Edmunson birti, reynir afgreiðslumaður í matvöruverslun að fá viðskiptavini sína til að prútta við sig. Auglýsingunum var ætlað að sýna hve asnalegt það væri að prútta um verð á bílum og því ætti fólk að nota heimasíðu þeirra til að kaupa bíla. Um er að ræða falda myndavél og greinilegt er að viðskiptavinir verslunarinnar eru ekki viðbúnir þessu og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við. Sumir hverjir verða jafnvel pirraðir og ganga í burtu. Bílasalar urðu aftur á móti óðir yfir auglýsingunum og þvinguðu fyrirtækið til að taka þær úr birtingu, samkvæmt vefnum Adage.com. Hótuðu þeir að taka auglýsingar af heimasíðu Edmunson þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart bílasölumönnum. Framkvæmdastjóri Edmunson þurfti að biðjast afsökunar. „Auglýsingar okkar misstu marks. Samstsarfsaðilar okkar urðu mjög móðgaðir og sögðu að tilraun okkar til gríns hafi byggt á úreltum staðalímyndum. Það var auðvitað ekki ætlun okkar,“ segir Seth Berkowitz við Adage.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira