Þrátt fyrir óskabyrjun Barcelona vann Real Madrid öruggan 3-1 sigur í El Clásico í dag. Staðan í hálfleik var 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá í upphafi íþróttafréttatíma Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Neymar skoraði strax á fjórðu mínútu fyrir Barcelona eftir sendingu Luis Suarez sem lék fyrsta leik sinn fyrir Barcelona.
Ronaldo jafnaði metin úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir hálfleik og var það fyllilega verðskuldað því Real Madrid var sterkari aðilinn eftir að Barcelona komst yfir.
Pepe skoraði strax á fimmtu mínútu seinni hálfleiks eftir hornspyrnu Toni Kroos og ellefu mínútum síðar gerði Karim Benzema út um leikinn eftir skyndisókn en James Rodriguez átti sendinguna inn fyrir slaka vörn Barcelona.
Real Madrid sýndi styrk sinn í dag en liðið varð nauðsynlega að vinna leikinn. Real Madrid er nú stigi á eftir toppliði Barcelona í öðru sæti deildarinnar.
Real Madrid skellti Barcelona
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
