Sólstafir á toppi Pepsi Max listans Orri Freyr Rúnarsson skrifar 23. október 2014 12:39 Sólstafir eiga vinsælasta lag X977 í dag mynd/Stebba ósk Rokkhljómsveitin Sólstafir hefur nú náð efsta sæti á Pepsi Max listanum með laginu Ótta sem er tekin af nýrri plötu frá hljómsveitinni sem líkt og lagið kallast Ótta. Er þetta í annað sinn sem að lag með hljómsveitinni kemst á topp Pepsi Max listans en árið 2012 sat lagið Fjara lengi vel á toppi listans og var valið lag ársins af hlustendum. Í öðru sæti á listanum að þessu sinni er Queens of the Stone Age með lagið Smooth Sailing en það lag hafði verið á toppnum síðustu tvær vikur. Royal Blood sitja svo í þriðja sæti með lagið Figure It Out og breska hljómsveitin Arctic Monkeys eru í fjórða sæti með lagið Knee Socks. Þungarokksveitin Skálmöld hækkar sig um tvö sæti á milli vikna en lagið Að Hausti er komið upp í fimmta sæti listans en þetta er önnur vika lagsins á listanum. Þá voru þrjú lög kynnt líkleg til vinsælda á X977 í gær en það voru login Somewhere From Nothing með Foo Fighters, Ten Tonne Skeleton með Royal Blood og lagið Down By the River með hljómsveitinni Milky Chance. Hægt er að skoða listann í heild sinni og horfa á myndbönd með hverju lagi fyrir sig hér. Að sjálfsögðu eru það hlustendur sem velja listann og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráð X977. Harmageddon Mest lesið „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon
Rokkhljómsveitin Sólstafir hefur nú náð efsta sæti á Pepsi Max listanum með laginu Ótta sem er tekin af nýrri plötu frá hljómsveitinni sem líkt og lagið kallast Ótta. Er þetta í annað sinn sem að lag með hljómsveitinni kemst á topp Pepsi Max listans en árið 2012 sat lagið Fjara lengi vel á toppi listans og var valið lag ársins af hlustendum. Í öðru sæti á listanum að þessu sinni er Queens of the Stone Age með lagið Smooth Sailing en það lag hafði verið á toppnum síðustu tvær vikur. Royal Blood sitja svo í þriðja sæti með lagið Figure It Out og breska hljómsveitin Arctic Monkeys eru í fjórða sæti með lagið Knee Socks. Þungarokksveitin Skálmöld hækkar sig um tvö sæti á milli vikna en lagið Að Hausti er komið upp í fimmta sæti listans en þetta er önnur vika lagsins á listanum. Þá voru þrjú lög kynnt líkleg til vinsælda á X977 í gær en það voru login Somewhere From Nothing með Foo Fighters, Ten Tonne Skeleton með Royal Blood og lagið Down By the River með hljómsveitinni Milky Chance. Hægt er að skoða listann í heild sinni og horfa á myndbönd með hverju lagi fyrir sig hér. Að sjálfsögðu eru það hlustendur sem velja listann og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráð X977.
Harmageddon Mest lesið „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon